Sérstaklega með tilliti til nýlegra pólitískra vendinga í BNA.
Hætta að nota Gmail, Apple, Microsoft o.s.frv? En hvað kemur þá í staðinn?
Hætta að kaupa Teslur?
Annað?
Annað sem mér finnst ekki rætt nóg um í pólitíkinni er hversu bundið ríkið er bandarísku skýjarisunum. Mér finnst óþægilegt að hugsa til þess hversu mikinn aðgang USA hefur að gögnum íslendinga. Allar ríkisstofnanir eru í Office 365 eftir að Bjarni gerði samning við MS. Og flestöll kerfi hýst annaðhvort í Azure eða AWS.
Jafnvel þó menn velji að nota EU gagnaver þá hefur móðurfyrirtækið aðgang að gögnunum þar, og ef bandarísk stjórnvöld óska eftir gögnum t.d. með National Security Letter þá munu þau fá þau, óháð hvar þau eru vanalega geymd.
Þetta vandamál er alls ekki séríslenskt, hér er t.d. mjög góð grein frá Bert Hubert um þessi mál frá Hollenskum og EU sjónarhóli: https://berthub.eu/articles/posts/you-can-no-longer-base-your-government-and-society-on-us-clouds/
Ríkið ætti að setja reglur um að stofnanir þurfi að hýsa gögn í EU/EES löndum og hjá fyrirtækjum sem eru í meirihlutaeigu aðila í þeim löndum. Rauneign þá, ekki skúffufyrirtækjaleikir. Það mun taka langan tíma að vinda ofan af þessu en því lengur sem við bíðum því erfiðara verður það.
Hýsi minn eigin tölvupóst og nota ekki microsoft eða apple þjónustur. Hef gert það alla tíð þannig að það hefur ekki breyst. Er ekki á neinum samfélagsmiðlum nema reddit og hér.
Auðvitað verslar maður samt fullt af vörum frá bandarískum fyrirtækjum. Ég ætla ekki að fara í eitthvað purge á því, þó ég reyni að kaupa evrópskt ef ég get. Var til dæmis að kaupa harða diska nýlega, hef vanalega gert það hjá B&H Photo í bandaríkjunum, en ákvað í þetta skiptið að kaupa af Reichelt í þýskalandi. Ferlið er ekki eins smooth, er ennþá að bíða eftir greiðsluleiðbeiningum frá þeim. En ég vil samt frekar versla við þá, og sem bónus eru þeir aðeins ódýrari núna.
Eitt sem mér finnst gera mér erfiðara fyrir er að margar EU netverslanir bjóða ekki upp á sendingar til íslands. Ríkið mætti alveg taka þetta upp innan EES, að beita sér fyrir því að kynna EES löndin betur fyrir verslunum og gera auðvelt fyrir þær að bjóða upp á sendinar til Íslands og innheimta VSK fyrirfram.
Þetta er nú líklega nett over-reaction hjá mér, en ég keypti mér nýjan Nokia samlokusíma um daginn. Ég ætla að eiga hann til inni í skáp ef sá dagur rennur einhvern tíman upp að flestir snjallsímar hætta að virka á Íslandi. Bandarísk yfirvöld gætu auðveldlega skipað Apple að slökkva á virkni símanna í ákveðnum löndum. Mögulega gætu þau einnig gert það við Android síma, enda stýrikerfi þróað af Google.
Ég held það sé ekki líklegt að bandaríkin fari að ráðast á fjarskipti okkar nema þau bókstaflega ætluðu að ráðast inn í landið. Og ef við erum komin á þann stað er lítið sem við getum gert til að koma í veg fyrir það.
Held líka að ef BNA ætlaði að gera slíkt myndu þeir ráðast á innviðina frekar en símana sjálfa. Það eru bara 2 eða 3 (eftir því hvernig þú telur - Vodafone og Nova eru mikið tengd þó þetta séu tæknilega tvö core kerfi) mobile kjarnar á landinu. Leyniþjónustur bandaríkjanna eru pottþétt með tilbúin exploit fyrir bæði Huawei og Ericsson mobile kerfin sem þær gætu keyrt út til að lama farsímakerfi heilla landa.
Ef við viljum halda samskiptum við svona aðstæður held ég að gamaldags talstöðvar væru praktískari. Kaupa CB stöð eða taka radíóamatörprófið og kaupa þannig stöð sem veitir leyfi fyrir mikið fleiri tíðnum. Bónus er að það er gaman að læra um radíó og það gæti dreift huganum frá ástandi heimsins í smá stund.
Þannig að, já ég held að þetta sé pínu overreaction. En hey, við búum á áhugaverðum tímum þannig að hver veit. :)
Þarft ekki amatör próf fyrir commercial VHF stöðvar, og það eru nokkrar tíðnir sem eru opnar almenningi þar.
Ég nota eiginlega engar Google þjónustur lengur, eins og Gmail. Skipti yfir í custom domain email, sem þýðir að ég get keypt email þjónustu hvar sem er, og skipt án þess að missa email addressuna mína.
Firefox í staðinn fyrir Chrome, sérstaklega eftir þeir bönnuðu uBlock.
Hætti að nota Reddit um leið og þeir byrjuðu að rukka margar milljónir fyrir API aðgang, og öll third party öpp hættu að virka.
Ekki séns að ég myndi kaupa Teslu núna.
Bíddu við, hvar standa Google (Alphabet), Apple og Microsoft í þessu broligarchy? Ég hef engar heimildir fyrir því að forstjórar þessara fyrirtækja hafi stutt forsetaframboð Trumps. Ekki heldur hef ég séð þau beyta sér sérstaklega gegn eða með því sem ríkistjórnin hefur gert hingað til.
Annars er ég ekki að gera neitt sem ég var ekki að gera áður. Nota einungis facebook og instagram í vafra með adblock og fleira.
EDIT: Ok fann þetta eftir smá leit https://finance.yahoo.com/news/google-microsoft-meta-apple-list-223000318.html