Sérstaklega með tilliti til nýlegra pólitískra vendinga í BNA.

Hætta að nota Gmail, Apple, Microsoft o.s.frv? En hvað kemur þá í staðinn?

Hætta að kaupa Teslur?

Annað?

  • fikniefnadjofullinn
    link
    fedilink
    arrow-up
    3
    ·
    9 days ago

    Annað sem mér finnst ekki rætt nóg um í pólitíkinni er hversu bundið ríkið er bandarísku skýjarisunum. Mér finnst óþægilegt að hugsa til þess hversu mikinn aðgang USA hefur að gögnum íslendinga. Allar ríkisstofnanir eru í Office 365 eftir að Bjarni gerði samning við MS. Og flestöll kerfi hýst annaðhvort í Azure eða AWS.

    Jafnvel þó menn velji að nota EU gagnaver þá hefur móðurfyrirtækið aðgang að gögnunum þar, og ef bandarísk stjórnvöld óska eftir gögnum t.d. með National Security Letter þá munu þau fá þau, óháð hvar þau eru vanalega geymd.

    Þetta vandamál er alls ekki séríslenskt, hér er t.d. mjög góð grein frá Bert Hubert um þessi mál frá Hollenskum og EU sjónarhóli: https://berthub.eu/articles/posts/you-can-no-longer-base-your-government-and-society-on-us-clouds/

    Ríkið ætti að setja reglur um að stofnanir þurfi að hýsa gögn í EU/EES löndum og hjá fyrirtækjum sem eru í meirihlutaeigu aðila í þeim löndum. Rauneign þá, ekki skúffufyrirtækjaleikir. Það mun taka langan tíma að vinda ofan af þessu en því lengur sem við bíðum því erfiðara verður það.