Sérstaklega með tilliti til nýlegra pólitískra vendinga í BNA.

Hætta að nota Gmail, Apple, Microsoft o.s.frv? En hvað kemur þá í staðinn?

Hætta að kaupa Teslur?

Annað?

  • fikniefnadjofullinn
    link
    fedilink
    arrow-up
    3
    ·
    9 days ago

    Hýsi minn eigin tölvupóst og nota ekki microsoft eða apple þjónustur. Hef gert það alla tíð þannig að það hefur ekki breyst. Er ekki á neinum samfélagsmiðlum nema reddit og hér.

    Auðvitað verslar maður samt fullt af vörum frá bandarískum fyrirtækjum. Ég ætla ekki að fara í eitthvað purge á því, þó ég reyni að kaupa evrópskt ef ég get. Var til dæmis að kaupa harða diska nýlega, hef vanalega gert það hjá B&H Photo í bandaríkjunum, en ákvað í þetta skiptið að kaupa af Reichelt í þýskalandi. Ferlið er ekki eins smooth, er ennþá að bíða eftir greiðsluleiðbeiningum frá þeim. En ég vil samt frekar versla við þá, og sem bónus eru þeir aðeins ódýrari núna.

    Eitt sem mér finnst gera mér erfiðara fyrir er að margar EU netverslanir bjóða ekki upp á sendingar til íslands. Ríkið mætti alveg taka þetta upp innan EES, að beita sér fyrir því að kynna EES löndin betur fyrir verslunum og gera auðvelt fyrir þær að bjóða upp á sendinar til Íslands og innheimta VSK fyrirfram.